3,8% CTR og
uppbókað í viðtöl

1. Innsæi

Tækifæri til
að auka hagkvæmni

Hvernig nærðu til þeirra fjölmörgu einstaklinga sem eru að hugleiða íbúðakaup og færð þá til þess að nýta sér þjónustuna þína?

Íslandsbanki vildi bjóða öllum þeim sem voru í íbúðahugleiðingum að koma í viðtalstíma hjá húsnæðislánaráðgjafa bankans. Fjölbreyttur hópur með ólíkar áherslur kallaði á aukið hagkvæmni í birtingum.

2. Nálgun

Sjálfvirkni og
mismunandi skilaboð

Datera útbjó miðlægt gagnaskjal sem hélt utanum myndefni, fyrirsagnir og aðrar upplýsingar. Skjalið var tengt við Smartly og sjálfvirk herferð sett af stað á Facebook og Instagram.

Mismunandi skilaboð voru birt og með mælingum á vef bankans fylgdumst við með hverjir stoppuðu á lendingarsíðunni, hverjir gerðu sig líklega til að bóka viðtal og síðast en ekki síst, hverjir fóru alla leið og bókuðu sig í viðtal. Þannig sáum við hvaða skilaboð voru að virka best og á hvaða markhópa.

S

Húsnæðisþjónusta Íslandsbanka Dæmi um mismunandi skilaboð sem voru prófuð á mismunandi markhópa

S

Brot af þeim útgáfum sem voru í miðlæga gagnaskjalinu Auglýsingar sóttu upplýsingar úr skjalinu og því auðveldlega hægt að uppfæra.

Út frá þessum mælingum var hægt að uppfæra herferðaskilaboð í rauntíma á mjög einfaldan og hagkvæman hátt í gegnum Excel skjal. Með einum smelli var einnig hægt að slökkva á auglýsingum sem ekki voru að ná tilsettum árangri.

Gervigreind sá um að fylgjast með hvaða markhópar væru að bóka flest viðtöl og forgangsraðaði þannig birtingafénu í rauntíma, í samræmi við árangur. Gervigreind forgangsraðaði einnig birtingum til þeirra einstaklinga sem væru líklegastir til að bóka sig í viðtal, allt byggt á því hverjir væru nú þegar búnir að bóka viðtal.

3. Árangur

Uppbókað
í öll viðtöl

Niðurstaðan var sú að fullbókað var hjá ráðgjöfum bankans innan örfárra daga. Í kjölfarið var viðtalstímum fjölgað og þeir tímar sömuleiðis fullbókaðir stuttu síðar.

Hér má sjá línulegan vöxt á hlutfalli þeirra sem smella (CTR)

Fyrstu tölur herferðarinnar Hlutfall þeirra sem smella (CTR) rís dögum saman

3950

Fjöldi smella á 18 dögum Fullbókað var innan örfárra daga og viðtalstímum fjölgað